þriðjudagur, mars 07, 2006

Ellin

er merkilegt fyrirbæri; því fylgir alltaf ánægja að hitta aldrað fólk, fólk sem segir margt í fáum orðum og þegir og hlustar, öfugt við Hal. Það eru forréttindi að hitta aldraða alla daga meira og minna í starfi og leik. Aldraðir eru sérstakir og aldraðir flugmenn einnig. Eitt sinn lært að fljúgja og þá kann maður það þar til yfir líkur. Spitfire vélin fræga og fallega er klassísk að öllu leiti og henni flaug tíræður Breti í tilefni afmælisins, en vélin ku vera á svipuðu reki og flugmaðurinn. Þannig sjá allir í hendi sér að aldraðir hlutir jafnt sem einstaklingar eru nokkuð til að taka eftir og bera virðingu fyrir. Að læra að fljúga er svipað sennilegast og það að læra að veiða; alltaf jafn ánægjulegt á meðan það er mögulegt.

2 Comments:

At 11:29 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ærir lauk bóklegu einkaflugmannsprófi einu sinni í fyrndinni. En maður flýgur ekki á bókinni einni saman komst hann að síðar.

 
At 7:02 e.h., Blogger Halur Húfubólguson said...

Hvað með tölvu? Margir eru sjúkir í flugleiki (ekki Halur þó!)

 

Skrifa ummæli

<< Home