fimmtudagur, mars 02, 2006

Íslandssagan

er meira og minna full af alls kyns skeiðum; hlýinda- og kuldaskeið eru flestum kunn, en nú hefir hafist glænýtt skeið í sögu ekki-lýðveldisins. Skeið þetta er öðrum frábrugðið á margan hátt enda tilbúið eða stjórnað af manninum sjálfum, en eins og allir vita þá stjórnar maðurinn sjálfum sér fyrr eða síðar til glötunar. Náttúran getur vel án mannsins verið. Hið nýja skeið má nefna álskeið (sbr. gullskeið í munni), skeið úr áli; hvernig skeið skyldi það nú vera? Skeið, skeiðönd, önd sem ber flensu eða hvað? Fágæt hérlendis reyndar. Brátt mun sauðfé landsins ganga meðfram álhýsum og getur þá speglað sig í álspegli. Ál munu fiskar borða í vötnum og ám þar sem áður voru hús í vík. Álgöng er nærri samheiti við álskeið. Bráðum verða álgöng víða. Halur hefir einungis áhyggjur af því að ekki fáist rafmagn í heimahús til að knýja áfram nýjung nokkra, sem er USB kælimotta fyrir drykkina.

3 Comments:

At 5:16 e.h., Blogger Guðný Pálína said...

Já, það er nokkuð ljóst að ekki eru allir sammála um mikilvægi álsins - en hvað er USM kælimotta fyrir drykki?

 
At 5:24 e.h., Blogger Guðný Pálína said...

misritaðist hjá mér, átti að vera USB kælimotta...

 
At 2:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ekki-markaðsfræðingurinn Halur, veit að til eru USB mottur sem tengdar eru tölvu og því unnt að kæla bjórinn eða gosið á meðan leikið er í tölvunni eða álíka. Helsta heimild Hals í þessum efnum er "BT-bæklingurinn" (!)

 

Skrifa ummæli

<< Home