miðvikudagur, mars 08, 2006

Einn er sá lundur

sem geymir eða hýsir fólk af ýmsu tagi. Lundurinn er staðsettur innan gamallrar, fyrrum kaupfélagsbúðar á Akureyri. Þarna er fólk sem flust hefir búferlum, fólk sem áður bjó í sveitum en býr nú á mölinni, fólk sem komið er á ellilaun (ef það þá hefir einhver), fólk sem fæst er að spá í hlutabréf eða ríkidæmi fjárhagslegt ef skönnun Hals er rétt. Þarna eru bæði karlar og konur og þarna má lesa dagblöð, spjalla og fá sér að borða, eiginlega gera hvað sem er. Raunveruleg félagsmiðstöð á gömlum grunni kaupfélagsins sem er farið, horfið. Þessi lundur heitir Hrísalundur.

6 Comments:

At 7:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

En heldurðu að spúsa þín muni efir búðunum í Stekkjargerði, Grænumýri, Hamarstíg, Brekkugötu? Það var í gamla daga, löngu áður en Hrísalundur kom til sögunnar. Reyndar var hvergi hægt að setjast niður og lesa blöðin í búðunum í þá daga. Anna

 
At 9:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ha ha ha já þetta er rétt hjá þér. Ég hélt reyndar að þú værir að tala um Kjarnalund en það er auðvitað allt önnur Ella. Varðandi Hrísalund þá er það nú samt svo að um leið og maður heyrir um gríðarlegan hagnað bankanna, þá lokar einn bankanna útibúi sínu í þessum sama Hrísalundi. Þjónusta sem var gamla fólkinu til þæginda. Nú er enginn banki á brekkunni og gamla fólkið og ég þurfum nú að fara í miðbæinn eða í hið margrómaða skemmtihýsi Glerártorg til að leggja inn ;-).

 
At 8:56 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hrís má nota til að herða líkamann. Æ

 
At 11:43 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hrísalundur er einn fárra staða þar sem aldraðir eru velkomnir og eru eigi hornreka; alveg rétt með banakana og blessað gamla fólkið sem þarf að staulast niður í bæ, e-r brjóta sig á leiðinni þegar verst lætur.
Halur

 
At 1:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Merkilegt að velta fyrir sér sögu verslunar og viðskipta. Einu sinni var það viðburður að fara að versla, tilefni til að klæða sig upp og kaupa allt á einum stað. Ennþá meira mál að fara í bankann. Svo komu búðir (sbr. litla búðin) í bílskúra útum allan bæ. Sama gerðist með bankana, þeir opnuðu lítil útibú til þæginda fyrir viðskiptavinina. Nú er allt að fara í gamla farið, hægt að versla allt á einum stað, og þessi verslunarstaður er á örfáum stöðum í bænum og sjaldnast í göngufæri. Það er sumsé viðburður að fara að versla því það þarf ferðalag til. k

 
At 2:50 e.h., Blogger ærir said...

Það heitir þá kaupstaðaferð, eða hvað. R

 

Skrifa ummæli

<< Home