Forlagatrú
er mörgum töm og Halur telur að hún sé langt því frá gengin til feðra sinna þótt meira hafi verið um hana fjallað á öldum áður. Örlagatrú, forlagatrú. Halur hefur til ráðstöfunar 35 cm breiðan og 190 cm háan skáp á fjórðungshælinu, þar sem hann getur kastað af sér þyngri klæðum og farið í léttari. Nokkuð ryk var í botni en auk þess var krónumynt í hæ. neðra horninu. Skápurinn var þrifinn af þeim sem betur kunna, en viðkomandi tjáði Hali skömmu síðar að krónan hefði verið skilin eftir á hillu í skápnum. Svo fór að Halur tók krónuna og kom henni fyrir í hæ. neðra horninu. Þar mun hún sjálfsagt safna einhverri ávöxtun í formi ryks.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home