miðvikudagur, mars 22, 2006

Skagafjörður

er ætíð tilefni vangaveltna. Halur hefir alla tíð verið hugsi (hugsa sér) yfir heitinu Blönduhlíð í Skagafirði og hví nafnið væri ekki betur sett í Húnaþingi. Blönduhlíðin er iðulaga afar falleg þegar farið er um Skagafjörð og oft hefur Halur verið hugsi yfir Örlygsstaðabardaga sem háður var árið 1238 í ágústmánuði þann 21ta. Þar voru þrjár voldugustu ættir landsins á þeim tíma á vígvellinum, Sturlungar fóru halloka. Þegar komið er úr vestri nærri Víðivöllum og áður en komið er að Miklabæ, má sjá skál milli tveggja fjalla í hlíðinni, eiginlegt leiksvið sem er hálfhringur, nærri dreginn með sirkli ef vel er að gáð. Þetta eru hálfgerðar dyr, dyr til þeirra sem hurfu í kjölfar Örlygsstaðabardaga hugsar Halur sér. Þær loka sér þegar farið er austar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home