Að gera hlutina
í fljótheitum getur verið tvíbennt mjög ef ekki meira. Halur þarf í raun aldrei að gera neina hluti í flýti, því hann hefir allan heimsins tíma til allra hluta. Verkkunnáttufátækt er þó ofarlega á baugi, enda tókst honum nýlega nærri samtímis að dást að grýlukertum og síðan brjóta þau ásamt glugga einum sem hann vissi eftir á færi örugglega svo ef ýtt yrði á kertin. Hann friðaði samviskuna með því að betra væri að ein ónýt rúða færi á haugana fremur en einhver manneskja, jafnvel barn, yrði fyrir grýlu í kertalíki. Auðvelt var að fá samviskufriðun þar sem páskar eru í nánd. Nú er bara að finna einhvern atvinnulausan smið á landinu sem skellt getur nýrri rúðu í gluggann.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home