sunnudagur, apríl 02, 2006

Skuggi

hefur margar skírskotanir (hjá Hali). Skuggi er t. d. þekkt straumfluga meðal útvalinna og myndasöguhetja svo nokkuð sé nefnt. Síðan eru ýmis orðtök honum tengd eins og að vera í skugganum, vera í skugga af sjálfum sér, skugga annarra, skugga fjölskyldunnar, skugga ættarinnar eða ættingja. Halur fór á listsýningu í dag og taldi sig þá og þar vera að fara á sýningu ákveðins listamanns, en viti menn; þegar að var komið, þá var um allt annan mann að ræða, en sá hinn sami er þá í skugga nafna síns eða hvað? Hvor er í skugga hvers? Halur er alltaf í skugga sjálfs síns. Sýninguna mætti nefna skuggasýningu. Allt er meira eða minna í skugga síbylju og endurtekningar. Á þessum árstíma er mikið um skuggaspil.

2 Comments:

At 11:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þú gleymir Stóra Dananum. En hann er einnig Skuggi.

 
At 10:19 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Aumingja Skuggi "litli", hann er svo smár og lítið fer nú fyrir honum enda aðeins um 80 kg án fata.
Halur

 

Skrifa ummæli

<< Home