sunnudagur, mars 26, 2006

Vatn

er víða af skornum skammti. Það flaug í huga Hals er hann snæddi kvöldverð, hversu mikil gæfa það væri að eiga vatn í eða úr krana. "Vatn er vökva best" sagði vinur Hals á sínum tíma. Vatnið á Akureyri er frábrugðið vatninu sunnan heiða; í norðanvatni er mikið loft eins og sagt er enda norðlenskt vatn. Sunnanmenn hafa gert athugasemdir við vatnið í Vinaminni og varla viljað drekka það í fyrstu. Heita vatnið er einnig allt öðruvísi. Halur er í vafa hversu lengi hann nær að skrúfa frá krana eða drekka vatn úr læk í náttúrunni. Orsökin er virkjanastefna ekki-lýðræðisríkisins Íslands; það mun koma að því að vatn mun hætta að renna úr krönum landsmanna ef mið er tekið af virkjanbábiljustefnunni sem tröllríður norðansveitum, hvað þá austansveitum þegar. Vatn á Nýja-Sjálandi mun vera tært, það hefir Halur lesið í veiðilýsingum fremur en skyggnilýsingum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home