Hrein íslensk
leiðindi eru sitthvað. Halur er t. d. ágætt leiðindadæmi, karlpungur, stundum hálfgerð kellíng, jafnvel með kellíngabloggtilhneigingar, öfundsjúkur sjálfsagt, borðar All-Bran alla daga, hægðir í sama stíl, ekkert kemur á óvart hjá honum eða með hann. Dæmigerður úlpumaður með húfu. Halur er maðurinn, sem þú forðast og ferð hringinn þegar hann nálgast. Hann kann þó á ryksugu og getur sett í uppþvottavél, jafnvel tekið úr henni.
1 Comments:
Hvaða vitleysa er þetta, Halur er jákvæður, skemmtilegur, eldar góðan mat, hefur fínan smekk á tónlist, list og hluti,duglegur, kappsamur, vandvirkur, vel gerður til sálar og líkama. En umfram allt er Halur góður vinur. Hans hliðarsjálf er ekki síðra en það er víst ekki til umræðu nú :-)
Skrifa ummæli
<< Home