mánudagur, apríl 03, 2006

Stöku sinnum

fer Halur í laugar innanbæjar; laugar utan alfaraleiðar (utanbæjar) hafa ætíð heillað hann meira. Skýringarnar eru augljósar, en helstar þær að sundbúnaður er af skornum skammti, skýlan sveitó og tæknin engin. Bæta má við útliti en því verður ekki gerð nánari skil. Einnig er alltof langt bakka á milli. Halur vill breytingar og kvað:

Sjaldan Halur synda fer,
sjálfsagt vita allir hér.
En sökum þreytu
og þrálátrar bleytu
þráir hann í lauginni sker.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home