miðvikudagur, apríl 19, 2006

Vísindin efla (ekki)

alla dáð eða hvað má segja um eftirfarandi texta úr dagblaði (!?): "Testósterónmagn í mönnunum var einnig tekið með í reikninginn (með því að bera saman baugfingur og vísifingur - sé sá fyrrnefndi lengri bendir það til mikils testósteróns) og í ljós kom að þeir sem höfðu mest af testósteróni stóðu sig verst í leiknum, og þykir þetta benda til að þeir sem hafa mikið testósterón séu sérstaklega næmir fyrir kynferðislegum myndum.
Dr Siegfried DeWitte, einn höfunda rannsóknarinnar, sagði: „Við teljum okkur allir vera skynsama menn, en niðurstöðurnar benda til þess að þeir sem hafa mikið af testósteróni séu einkar viðkvæmir fyrir kynferðislegum boðum.“ Það þarf engum að leiðast síðasta vetrardag með slíkar upplýsingar. Halur hefur lengi vitað að karlar geta ekki gert tvennt samtímis og því kvað Halur:

Tvennt ei karlar kunna á
og kannski eigi segja má;
að engum hafi tekist
svo hafi kerla á rekist,
samtímis huga- og reðurreisn að ná.

Nei, ekki meir!

5 Comments:

At 3:17 e.h., Blogger ærir said...

sendi þessa ambögu af gefnu tilfefni.

Ástmögur þjóðar ei Ærir nú er
úti í kulda hann vælandi fer
tvíþraut hann tapaði
því guð hann ei skapaði
með tvöfalda hugsun í sér

 
At 3:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvor fingurinn er lengri á Hal ??

 
At 3:47 e.h., Blogger Halur Húfubólguson said...

Það má sjá ör eftir eggvopn (atgeir sennilega þurft til sökum stærðar eða var það lengdin!?) á einum fingra Hals; eigi veit hann hverjir að honum sóttu í svefni og framkvæmdu verknaðinn. Hinir sömu ganga enn lausir. Halur hélt að Ærir væri ástmögur.

 
At 12:56 f.h., Blogger ærir said...

Ærir er það því miður ekki lengur. Hann fór í púl tíma og varð pungsveittur. Þurfti allt blóðið í miðlægu æðaveituna til að geta haldið uppi blóðþrýstingi. Við það hvarf allt blóð úr útlimum og húð. Ærir umsamdi því ofangreinda vísu og biðst velvirðinar á íslenskunni:

Ástmögur þjóðar ei Ærir nú er
úti í kulda hann vælandi fer
taugum hann tapaði
því guð hann ei skapaði
með titlinginn utan á sér


gleðilegt sumar...

 
At 12:34 e.h., Blogger ærir said...

Eða eins og Sheikspír hefði sagt. "Maximus. O, Maximus, where have thou gone".

 

Skrifa ummæli

<< Home