þriðjudagur, apríl 18, 2006

Einlyndi

í skoðunum er Hali eigi að skapi. Því finnst Hali ljóst að lýðræðið hafi undir lok liðið í núverandi mynd. Hvernig má það vera að skoðanir manna almennt talað, á hinum breytilegu þáttum lífsins, rúmist t. d. innan þess sem kallað er því sérkennilega nafni, stjórnmálaflokkur. Slíkir flokkar stefna að einræði, en ekki lýðræði. Illa er fyrir þeim komið (telur Halur) sem sættast á allar meinsemdir eins og sama stjórnmálaflokks í skoðunum, hverjar sem þær eru hverju sinni. Halur mun því hér og með línum þessum hætta öllum afskiptum með penna eða öðru sem að slíkum flokkum lítur og pólitík einnig; allt er betra en það. Nóg var nú samt komið. Ekki ósvipað er að halda með íþróttaliði og vera sáttur við allar gjörðir þess innan vallar sem utan (leikmenn jafnt og annað) svo lítið dæmi sé nefnt úr daglega lífinu; hins vegar má alveg "lifa með slíku".

2 Comments:

At 3:27 e.h., Blogger ærir said...

Ærir er sammála þessu, eins og alltaf. Viva Revolutionem! Lífið verður að vera eins og veðrið (norðanlands). Er Halur með uppsteyti á heimilinu?

 
At 11:37 f.h., Blogger Halur Húfubólguson said...

Nei! Jafnvel þótt það sé honum nærri skapi eins og alltaf, en mest fer hjá garði.

 

Skrifa ummæli

<< Home