miðvikudagur, apríl 19, 2006

Einn er sá

dagur sem hefir sérstakan sess í huga Hals. Hann nálgast og tengist tíma þeim er allir vilja hafa sem bestan eða ágætastan. Sennilega hafa fáir dagar meiri þýðingu hérlendis, þótt áður hafi hann verið enn þýðingarmeiri. Hugmyndir eru væntanlega alveg ljósar hjá hverjum og einum hvað sumardagurinn fyrsti þýðir eða stendur fyrir öfugt við t.d. páskana í eiginlegri merkingu eða aðra helgidaga. Væntingarnar eru miklar. Margir sumardagar hafa verið kaldir og hor í nös fylgifiskur þessa dags oftast nær í norðri. Allir hafa meira eða minna rétt fyrir sér sem spá fyrir um veður sumarsins framundan; það verður bæði og sjálfsagt þannig að spárnar eru einfaldar. Ekki ósvipað og spár (niðurstöður) hinna nýríku skoðanakannanaímyndarmótanditækifærishyggjufyrirtækja sem hérlendis sem erlendis hafa risið upp á hæsta stall og notuð eru af öllum sem þurfa að panta "rétta skoðun" í umræðunni. Síðasti vetrardagur hefir einnig mikla þýðingu enda liggur hann næstur hinum ágæta fyrsta sumardegi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home