mánudagur, apríl 24, 2006

Hæfileikaleysi

Hals er algjört eða fullkomið þegar komið er að því að umbera skipulag hjá þeim er Halur verður því miður á stundum að fylgja eftir ellegar taka tillit til (ummmhh). Skipulagsleysi er eitt af bölum nútímans þegar allt skal vera skipulagt í þaula; betra var það áður í sveitinni eða á sjónum, allt hafði sinn vana gang, það var í lagi þar. Enda er löngu vitað að Halur rekst illa í "hópvinnu". Því er honum spurn hvort hann sé á réttri hillu eður ei!? Skipulag á þeim stað er Halur sækir virka daga til að reyna koma e-u í verk líkist að flestu leyti skipulaginu í bæjum og borgum landsins; allt til bráðabirgða og það reddast. Sagt hefur verið að enginn eigi að éta og skíta á sama stað, en svo er umhorfs í heilsugeiranum hvað varðar skipulag. Annars er best að horfa út í sólina. Halur er uppgefinn á engu og þetta er verra en nokkurt..............."Bráðum kemur betri tíð....."

1 Comments:

At 1:52 e.h., Blogger Guðný Pálína said...

Ef maður er sjálfur vel skipulagður þá er fátt verra en samferðafólk og kringumstæður þar sem skipulagsleysi ríkir - Halur á alla mína samúð!

 

Skrifa ummæli

<< Home