mánudagur, maí 08, 2006

Grasið

er ekki grænna hinum megin og allt er vænt sem vel er grænt (eins og Vinaminni og vonandi Vinaminnisgarðurinn eftir nokkrar handunnar breytingar), það hefir sannast undafarna daga. Svo verður á meðan mannfólkið gerir ekki enn meiri usla í lífkeðjunni, háloftum og fjörðum; það er þó eiginlegur "bíóterror" í gangi alla daga þótt ekki sé um bótox að ræða. Einn "góður dagur á Íslandi" er eins og tíu í útlöndum. Sama hvert litið er, það er ekta vortilfinning í lofti þessa stundina. Vorið sleppur iðulega komu sinni norðan heiða, en þetta lofar góðu þótt kuldinn gægist við næsta horn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home