fimmtudagur, maí 04, 2006

Þegar meira er verra, þá er

ekkert verra. Ekkert verra veit Halur (eða fátt) en menntahroka eða merkilegheit tengd menntun eða gráðum. Í handraðanum er auðvelt að finna ótal dæmi þessa. Í heilsugeiranum er þetta daglegt brauð. Furðu margir telja þó enn að menntun, hver sem hún er, sé alltaf forsenda eða mikilvægust í leit manneskjunnar að árangri eða álíka, menntun er þekking; svo er nú aldeilis ekki. Hér á Halur sérlega við það sem kallað er "langskólanám" eða það að "hafa próf". Það er svipað með skólagönguna og pappírs- og greinamagnið sem öllum er ætlað að komast yfir daglega. Margir skemmtilegustu og greindustu menn sem Halur hefir nærri komist eru einmitt ekki "langskólagengnir" og hafa ekki examen upp á vasann og fylla ekki þann flokk sem gengur með examen undir hendinni milli staða. Þeir ganga með vitið milli eyrna og milli staða. Þeir hafa hæfileikann til að greina hvað er skynsamlegt að kunna og gera og hvernig megi til dæmis verða til gagns; það er mörgum "langskólagegnum" hulið með öllu. Þegar meira er verra, þá er ekkert verra.

1 Comments:

At 12:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ekki skánar það þegar fólk telur menntun vera tryggingu fyrir hamingju í lífinu, eða jafnvel góðri fjárhagslegri afkomu. Ég lít þannig á að menntun sé ekki trygging fyrir nokkrum sköpuðum hlut öðru en því að hafa val í lífinu. Ef þú vilt vinna í sjoppu alla ævi vertu þá bara viss um að það sé vegna þess að þig langar það en ekki vegna þess að það er það eina sem þú getur gert. Menntun gefur val....þetta segi ég börnunum mínum í tíma og ótíma. k

 

Skrifa ummæli

<< Home