Snyrtimennska
er Akureyringum í blóð borin. Er Halur kom að gámasvæði bæjarins, sem kannski er í fáeinna mínútna fjarlægð frá flestum stöðum innanbæjar, þá var lokað eins og sjá mátti á hliðinu. Við hliðið var hins vegar (eins og oftast) haugur af alls kyns drasli sem einhverjir höfðu skilið eftir þarna, sem sagt komið að lokuðu hliði..............eigi skaltu gjöra öðrum það osv. Hvað finnst fólki um það ef nágrannar losuðu kerrur og pappa á næstu lóð? Þessi losun segir afar margt um þjóð þá er landið byggir og þeim sem finnst það í lagi að losa rusl framan við haugasvæðið þegar það er lokað, þeim hinum sömu ætti að standa á sama um það þótt landið verði vinnuvélum að bráð. Annars er þetta allt í lagi, Halur ók bara til baka beina leið með ruslið og sætir færis er hliðið opnar næst. Þetta minnir hann einnig á manninn, sem hringdi í hann af flugvellinum í Reykjavík nýverið, en hann var að tilkynna Hali um ferð sína norður til að taka við vaktinni á hælinu. Sá böggull fylgdi þó skammrifi, að sá hinn sami ágæti maður átti, þegar á flugvöllinn var komið, pantað flug milli Akureyrar og Reykjavíkur en ekki öfugt. Það skiptir því máli að fara rétta leið! Aldrei þessu vant var það ættingi þessa ágæta manns sem pantaði flugið, en eigi hann sjálfur.
1 Comments:
þetta er þjóðþrifa umræða.
Annars hefði uppákoma þessi geta átt við æri og hans kumpána. Enda hann hælismatur löngu orðinn. Fyrir æri yrði bara pöntuð önnur leið, - á hælið en ekki hina leiðina.
Skrifa ummæli
<< Home