mánudagur, júní 12, 2006

Hvassviðri

mun hafa verið í Mývatnssveitinni í gærdag, það sagði Hali kona í dag sem var með tjaldvagn; aðstoð þurfti hún og maður hennar við lokun vagnsins! Fiskur mun í ánni þótt vart geti hann orðið meiri eða betri en í fyrra, sem var afbragðsár. Skiptir síður máli en fyrrum, aðalmálið að komast austur, fyrst í "dalinn" sem batnar eftir því sem ofar dregur. Biðin loks á enda eins og stundum er með iðnaðarmennina. Halur heyrði af einum sem búinn var að bíða nokkuð lengi eftir slíkum; sá bíðandi spurði Hal hvort hann vissi muninn á iðnaðarmanni og dauðanum, en það vissi Halur eigi fremur en annað. Maðurinn svaraði um hæl með þessu: "Dauðinn kemur (alltaf að lokum) en iðnaðarmaðurinn eigi!" Aukalega má nefna að "Rauða perlan" var seld um helgina af umboðsmanni sínum til UMF Arsenal. Allir sáttir.

1 Comments:

At 8:07 f.h., Blogger ærir said...

Blíðan lagði byrinn undan....

Ærir óskar Hali velfarnaðar í komandi veiðiköstum.

 

Skrifa ummæli

<< Home