föstudagur, mars 23, 2007

Sjö undur

veraldar komu Hali til hugar er hann heyrði sögu sjómanns nýverið; sjómaðurinn sem er kominn á níræðisaldur og vel ern, en stirður af gigt, kastaði því fram í kjölfar þess að hann vissi að flest mætti lækna með hnífi (!), að hnífar hefðu verið hin mesta gersemi áður fyrr á sjó og eru eða væru væntanlega enn. Hann minntist þess að stundum hefðu menn verið að njósna um hnífa náungans, bera saman bit, stærð og hagleik. Eitt sinn varð honum litið undir koddann hjá skipsfélaga sínum og sá þar hvorki fleiri né færri en sjö hnífa eins og undrin sjö, en Sjö Samúræjar komu strax upp í huga Hals. Góðir hnífar eru vissulega afar ánægjulegir hlutir að bera og hvað þá nota. Hali áskotnaðist einn úrvalshnífur í vikunni, ótengdur sögunni, færður af freyju sinni; hnífur með japönsku lagi, Santoku 7" hnífur sem hefur lag við hæfi, fellur vel í hendi, vinnulega séð unaður að nota við fyrstu kynni og útlit óaðfinnanlegt, stálið þýskt, framleitt af einum rótgrónum GmbH & Co allt frá 1778!

2 Comments:

At 9:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gott að þú ert ánægður með hnífinn :-)
Konan.

 
At 9:58 e.h., Blogger Halur Húfubólguson said...

Ánægður með allt sem frá þér kemur! Jafnvel það með biti!

 

Skrifa ummæli

<< Home