sunnudagur, apríl 22, 2007

Sumargjafir

eru sennilega gáfulegri en flestar aðrar gjafir (flestar óþarfar, en sælla er að gefa en þiggja). Sumarið og birtan er á sinn einstaka hátt öðruvísi og best að sofa árstíðina eigi af eða frá sér. Sumarið er gjöf náttúrunnar. Unnt er að færa sjálfum sér gjafir, t.d. að fara í sund og stundum er það ansi gott þeim er sjaldan þangað fer. Af vatni og jafnvel hreinu eða tæru er ofgnótt enn á landi hér, en þannig er óvíða farið. Halur hefir verið að gjóa augunum af og til austur til Mongólíu en þar er málum öðruvísi háttað. Hann gladdist er fréttist af verðlaunum (gjöf) til handa Tsetsegee Munkhbayar. Halur stefnir á ferð austur til Mongólíu innan fáeinna missera eða ára í versta falli. Þar ku vinsemd fólks vera mikil sagði fransmaður Hali á Kólaskaga í fyrrahaust. Ef Íslendingar væru aðeins fleiri, hvað þá með öll vatnsbólin, árnar, vötnin, jarðhitann, sundlaugar og annað sem krefst vatns?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home