sunnudagur, apríl 01, 2007

Í dag vissi Halur

hvorki né; hvort hann væri að kveikja eða slökkva á perunni. Hann hefir misserum saman verið að reyna að koma ljósi til að loga í anddyrinu, annað perustæðið verið bilað. Síðan kom draugur í baðljósin við spegilinn; aðeins annað lýsti og þá aðeins annað með sömu perunni. Frúin bar í hann þrjár en ekki þrettán ljósaperur nýverið en það varð eigi ljós. Tveir karlar börðu að dyrum Vinaminnis síðdegis; annar rafmaður, hinn perumaður enda spilaði hann með Perunni á sínum tíma. Frægur en fáir þekkja í dag. Fór svo að í ljós kom (ekki ljós samt hjá Hali) að allar perur sem keyptar höfðu verið reyndust ónýtar, nema þessi eina sem alltaf lýsti á baðinu, hægra eða vinstra megin, sunnan eða norðan; marg-gáð að slíku áður og teknar úr nýjum umbúðum, samt svona. Ekki batnaði það þegar ljósið var reynt í anddyrinu; þar var nægilegt að rafmaðurinn skrúfaði peruna einu sinni í stæðið og þá varð ljós.

Heimskur er heima hver, Halur er heima hver.

1 Comments:

At 9:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

í upphafi var orðið og svo varð ljós á sjöundadegi.
ærleg kveðja!

 

Skrifa ummæli

<< Home