miðvikudagur, mars 28, 2007

Hjarðeðli

mannsins er merkilegt fyrirbæri en einnig má misskilja það sem allt yfir höfuð. Það kemur víða fram; karlar hópast saman við veiðar, fara á velli og konur í klúbba, karlar einnig og konur svolítið að safnast saman nærri veiðistöðum, lítið enn sem komið er, mest einhverjir krampar, ekki skeiðarkrampar. Karlar kannski með pungkrampa. Síðan þurfa allir að upplifa eitthvað sem "enginn má missa af", "einstakt tækifæri", "kemur ekki aftur", en slíkir viðburðir eða tækifæri, tilboð eru daglegt brauð eins og það eiga 33 ára afmæli á eftir 32 ára afmælinu. Konur á Akureyri sýndu hjarðeðli í gærkvöldi, þær greip hjarðeðli, en þá var álíka atburður með framhaldi næstu daga; öfund í Hali, nei. Hjarðeðli Íslendinga í fjárfestingum, bílakaupum, raðgreiðslum og lánum er sérstakt, en eitthvað gerir það að verkum að alltof margir fara og taka "lán" uppá 5 millur, borga 100 kall út og greiða alls 8 millur á 6-8 árum og eru segja þeir að græða, hjörðin gerir þetta, hjarðeðlið.

2 Comments:

At 12:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Skondið að þú skulir skrifa um þetta. Ég var einmitt að reyna að sannfæra stelpurnar um þetta um daginn. Að nánast allt sem við gerum er hluti af hjarðeðli. Auðvitað er einstaklingurinn "sérstakur" en þegar upp er staðið er flest sem við erum og gerum ekki komið frá okkur sjálfum. Hvað er þá að vera sérstakur, að vera einstaklingur??? Ég get endalaust velt þessu fyrir mér og er ýmist á einni skoðun eða annari. Hjarðeðlið vekur upp ýmislegt í manni og nú langar mig í páskaegg ;)

 
At 1:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Halur er oftast sammála Hrefnu litlu, einnig nú; hver er ég og hver ert þú fyrir mig? - var sagt!
Halur

 

Skrifa ummæli

<< Home