fimmtudagur, apríl 26, 2007

Eftir að hafa

setið yfir framboðslista Flokks H. Húfubólgusonar fyrir kosningar á næstunni, verður Halur því miður, að tilkynna hin leiðu tíðindi, að flokkur hans er hættur við að taka þátt í kosningunum. Fyrir það fyrsta getur Halur ekki farið fram nema í 13da sæti en það er ekki öruggt sæti (í dag); í annan stað og svo framvegis má nefna hættu á klofningi, 7 flokka stjórn, minnist kosninganna 1959 eða 1974, aftur klofningur, flutning atkvæða milli flokka þannig að einn flokkur fær fleiri atkvæði en annar, vondir stólar, lág laun nema hvað, loforðagleymsku, fælni við framkomu, lágur prófíll, ófagur, bakhjarlaleysi. Farinn.

1 Comments:

At 10:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta eru mikil vonbrigði, hvað kýs maður nú? Ég treysti Hal þar sem maður getur ekki lengur kosið Flokk Mannsins.

 

Skrifa ummæli

<< Home