Pönnur
eru víst einnig seldar í Pottum og prikum, lítilli verslun á Eyrinni innan bæjarmarka Akureyrar. Hali áskotnaðist ný steikarpanna frá "de Buyer" og þegar reynt hana tvisvar við mismunandi matargerð. Því er unnt að segja strax; pannan lofar afar góðu, mun jafnari hiti en áður hefur verið á pönnum Vinaminnis, flestar hafa viljað hitna misjafnlega mikið, meira í norðaustur horninu þegar staðið er við eldamennskuna og horft í norður. Eigi vitað hvers vegna. Halur hefir reyndar í seinni tíð (að nýju) hrifist af fleiru og fleiru sem franskt er. Fyrirtækið framleiðir ógrynni af pönnum, í öllum stærðum og gerðum, en nú hljómar þetta eins og auglýsing, sem reyndar vart var ætlunin.
2 Comments:
ég finn ekkert um þessa pönnu á vefverslun pottaogprika. er hún hún ekki í almennri sölumeðferð hjá fyrirtækinu.
Best að ræða við eigendur, Halur hefur ekki sótt um vinnu þarna en ætti kannski að spá í slíkt eða hvap?
Skrifa ummæli
<< Home