sunnudagur, maí 06, 2007

Afrek

eru ýmis konar. Eitt afrek vill Halur nefna en það er hið glæsilega og ánægjulega afrek að hafa staðið við það og komist hjá að hlusta á, heyra, eða sjá einn einasta frambjóðanda (halda ræðu) til komandi þingkosninga. Lýðræðið er nærri dautt. Annað ánægjulegt er Halur komst að í dag má nefna; hann er kominn í "elítuflokk" miðað við aldur hvað varðar þjálfun. Auðvitað trúir hvorki hann né nokkur annar þessu en samt, nokkuð til íhugunar. Svona innskot á tímum þegar allir eru að hlaupa og æfa út um allt og nálgast takmarkið, takmarkið um að bæta sig aðeins milli missera.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home