miðvikudagur, maí 16, 2007

Sjónin

og minnið hafa látið á sjá með árunum, hvað þá litasjón. Halur sér enn mun á gráu og svörtu hélt hann, en var í vafa þegar erindi átti í nýja hverfið á Eyrarlandsholti, Naustahverfi mun það heita. Þar bar fyrir augu nýbyggður "Berlínarmúr" í miðju hverfi, nánast eins og skjöldur eða þil til að sitja undir ef veður væru válynd fyrir alla íbúa bæjarins. Mörg ný hús á Akureyri eru verri hvað hönnun varðar en allt annað sem Halur hefir séð, Breiðholtið með talið. Skipulag slíkra hverfa með þess háttar byggingu má telja með ólíkindum og kemur vart neinum til góða nema verktökum. Halur hélt að hann vissi muninn á gráu og svörtu, en þetta mun sannarlega vera að bæta gráu............

Hann fagnar hins vegar lýðræðisreglum Ríkisins, en nefnir ekki pólitík, enda lofað því margsinnis áður. Hann veit um yfirmenn hjá "Bænum" sem fylgjast með hverri hugsun og hverju fótmáli.

1 Comments:

At 5:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já vökulum augum bæjarstarfsmanna verður ekki hnikað, enda grafa þeir skurði nálægt öllum þeim sem eitthvað dularfullt bjástra. Skyli ekki leynast yfirmaður í þeim hópi sem hugsar Hali gott til.....

 

Skrifa ummæli

<< Home