miðvikudagur, maí 09, 2007

Lýðræðið

birtist Hali í ýmsum myndum; eitt farganið eru skoðanakannanir. Þær hafa riðið húsum í heilbrigðisgeiranum árum saman eins og víða annars staðar, sleppum ekki blessuðum stjórnmálunum. Enginn árangur eða bati komið í kjölfarið innan heilsugeirans; þeir einu sem "græða" eru IMG og geldingar með töflureikna og línurit. Halur styður frelsið en í t.d. pólitíkinni er þetta svipað orðið og í fótboltanum, ekkert kemur lengur á óvart. Kannski segir þetta mörgum hversu litlu máli kosningar yfir höfuð skipta; Halur telur mikilvægara að fyrirtækin blómstri án afskipta ríkisins, það tryggir fleirum lífsgæði en flest annað, betur en kosningar enda spillir "valdið".

1 Comments:

At 4:02 e.h., Blogger Halur Húfubólguson said...

Benda má á nokkur frelsisfyrirtæki sem eru fremst með nýjungar eða landvinninga; Apple og Google, en til að nefna það, þá var Apple:
"As our first-place innovator for the third year in a row, Apple reigns again" segja þeir í BusinessWeek, ekki meira af slíku segja sumir,
Halur

 

Skrifa ummæli

<< Home