þriðjudagur, maí 08, 2007

Veit

hinn eini lesandi bloggsins hvað orðið "kúskerpi" mun þýða, er reyndar bæjarnafn í Blönduhlíð?! Eða voru þeir þrír að tölu? Halur þykist vita merkinguna en spyr samt eins og sjá má enda styttist til kosninga þar sem allir sigra eins og í júróv., það er til einskis að deila um smekk. Það voru hins vegar mun fleiri helsingjar í Skagafirði en áður á sama tíma, flokkar með tugum og hundruðum fugla. Glæsilegur fugl. Kannski stendur útkoma gamla bændaflokksins og fellur með fjölda helsingja í Skagafirði, en ekki er vitað hvort um er að ræða beint eða óbeint samband þar á milli og einnig gæti talning milli dag verið breytileg eftir svæðum.

4 Comments:

At 12:45 e.h., Blogger Katrin Frimannsdottir said...

Ég ákvað að falla ekki í orðabókargrifjuna og athuga hvað "kúskerpi" þýðir en ég hef ekki minnstu hugmynd!

 
At 1:30 e.h., Blogger ærir said...

þar búa þeir sem eru skarpari en kýr.

 
At 1:31 e.h., Blogger ærir said...

þ.e. þetta er andhverfa nautheimskur

 
At 2:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Eftir heimildum úr Skagafirði, þá mun merking orðsins vera ójafn, ósléttur kúahagi, jafnvel verra, en það munu þó e-r deilur vera um þetta eins og annað í íslensku máli.
Halur

 

Skrifa ummæli

<< Home