þriðjudagur, maí 22, 2007

Ekki

mátti Halur við því að uppgötva fleiri hættur í umferðinni en þegar eru, en því miður hefur hann í nokkur skipti sannreynt hættuna sem er afar varasöm. Hættan sem um ræðir tengist fólki er gengur eða hjólar um götur bæjarins með hlustpíputól, hljómtól í eyrunum, gengur eða hjólar sem sagt, heyrir ekki flaut né köll, jafnvel þótt stórir trukkar aki nærri, ganga þvert á umferðavenjur og hvar sem er yfir götur og annað, gá ekki að sér, lifa í eigin hljómheimi, sem er auðvitað ágætt nema nærri umferðinni. Halur hefur bæði lent í þessu á hjóli og akandi ensku landbúnaðarfarartæki, sem þrátt fyrir að vera lipurt á allan hátt og veitir góða yfirsýn, með svolítinn hljómgrunn í umhverfið, varð t.d. nokkuð tæpur fyrripartinn er ung blómarós gekk á ská fyrir farartækið og leit sí svona við eða til baka á Hal þegar yfir götuna var komið; það vildi svo vel til að Halur er hægfara maður í bifreiðinni, gat hemlað í öðru veldi og varð það stúlkunni til happs. Landbúnaðartækið hefði eigi hlíft stúlkunni ef á hefði lent. Það er hins vegar ótrúlegt en auðvelt að skilja hversu margir ganga með hljóm í eyrum alla daga, það sést vel í púlstöðinni við sjóinn. Þögnin verður æ eftirsóttari.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home