fimmtudagur, maí 24, 2007

Eitt athyglisverðasta

málið sem fyrir augu Hals hefur borið undanfarið er hið s.k. "gjaldeyriskaupa- og sölumál bræðra á Akureyri hjá Glitni". Öðruvísi mér áður brá. Dómgreind, dómgreindarleysi, siðvitund, ásetningur, hagnaður, lögbrot, siðlaust, löglegt, ólöglegt, allt í lagi, eðlilegt, óeðlilegt. Fleira kemur upp í hugann, en sleppum því. Mál þetta er eða verður að teljast einn besti mælikvarðinn sem lengi hefur skotið upp kollinum varðandi siðferði banka og það frá mörgum hliðum. Í fyrstu má spyrja hvers vegna bankinn fór ekki strax í upphafi fram á það að ná sátt í málinu. Hverjir hafa hagnast á viðskiptum við banka á Íslandi af þeim sem kalla má "almenningur"? Það verður áhugavert að sjá hvernig málarekstur þessi endar, endar með ósköpum sjálfsagt. Halur sá ágætt innskot um efnið á bloggsíðu sem var þannig: "Hvaða munur er á að stofna banka og ræna banka?" Þetta mun Makki hnífur hafa sagt í Túskildingsóperunni eftir B. Brecht.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home