fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Græn

litarafbrigði verða að teljast með hinum fegurstu í náttúrunni, fjölbreytt með afbrigðum að sumri til á Íslandi. Nokkur slík sá Halur í Fnjóskadal fyrir skömmu og auðvelt að hrífast, stöðva bílinn eða annað og horfa. Erfitt að ná ágætum ljósmyndum (nema bíða og bíða) og það var reyndar eigi gert (nema með auganu og minnisbanka innra). Við hin síbreytilegu birtuskilyrði sem á landinu eru, má mæla með því að taka afleggjarann til vinstri (malarvegur) rétt þegar ekið er austur yfir Fnjóskárbrúna við Vaglaskóg. Margir grænir litir bera brátt við augu og sem sagt rétt að bíða eftir réttu birtunni. Það er ennfremur talsverður búskapur þarna og á einu skiltinu við veginn stendur svo lesa má janvel fyrir litblinda (e-ð á þá leið): "Hestar ekki leyfðir". Svo mörg voru þau orð. Merkilegt að litblindur maður eins og Halur haldi upp á græna litinn með alla sína rauð-grænu litblindu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home