sunnudagur, september 16, 2007

Einstaka

sinnum kemst Halur að því að hann getur lært og breyst. Slíkt mætti áreiðanlega oftar gerast. Eftir að hafa verið nokkuð harðsnúinn andstæðingur sjóbaða og eða baðstranda í útlöndum lærði hann loks í síðustu utanför að þar mætti dvelja og hafa það ágætt; sem sagt á ströndinni og við sjóinn (la mer). Skipti kannski máli að strandfélagar voru ágætir, synir tveir auk frúarinnar sem baðaði sig örlítið og var það eigi til skaða. Sjórinn temmilega kaldur og tær, fiskar að skoða og annað á landi. Síðan skipti kannski hið gullna lögmál milli seltunnar og líkamsþyngdar miklu enda Halur farinn að reskjast; hann átti þó nokkra góða spretti.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home