Jafn
heimskulegt og það nú er að segja sem svo að maður hefði nú ekki viljað missa af hinu eða þessu, eftir að hafa sjálfur verið þátttakandi eða álíka í hinu sama, þá er rétt að minnast á tónleika Megasar og Senuþjófanna í smábænum Akureyri um helgina. Megas er að mati ritarans einn af fáum "legendum Íslands", sem náð hafa slíku í lifandi lífi en ekki fyrir innantóm eftirmæli eða umsagnir hinna sem vita (eða vissu). Sjaldgæfur möguleiki sem m.a.s. Halur lét eigi framhjá sér fara. Megas er einn hinna sem Halur hefir áratugum saman haft ánægju af að hlusta á enda tónlist bæði ætluð til slökunar og æsingar, koma manni í rétta formið; Megas auðvitað allt í senn, enda í uppáhaldi með texta sína og laglínur er smjúga á milli og gleymast eigi. Mest kom þó á óvart atgervi kappans orðinn þetta "gamall" en andinn sýnist eiga nóg eftir eins og vonandi skrokkurinn; annað var og er ekki að sjá. Skapandi listaverk áratugum saman og það á landi eins og þessu þar sem mest og flest er klisja og allt nýtt best talið; innatóm verðmæti upphafin. Það er best að þakka fyrir sig og sérstaklega hinum ágæta vini er beindi Hali á tónleika Megasar í tíma. Það vissi á gott að sjá hálsklæði kappans á kamrinum rétt áður en tónleikarnir hófust, hangandi á snaga. Sjaldgæf sjón og upplifun, enda engin líkklæði þar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home