Sumir hlutir
breytast aldrei; einn slíkur er sá að kaupa sér plötu eða disk, enn er það nú unnt þótt flest bendi til þess að "platan/diskurinn hverfi" eins og sagt hefur verið um stund. Sennilega eru mörg góð rök fyrir slíku. Þetta er einnig eitt af fáu sem ekki er óheyrilega dýrt og jafnvel enn meiri ánægja ef hljómsveitarmenn eða einstaklingar gefa plötur út án margra milliliða eða afæta. Afar fátt endist betur og veitir meiri ánægju en góð tónlist; kosturinn sá að auðvelt er að njóta hennar; auðveldara en að lesa langan texta sem kemur þarna nokkuð á eftir plötunni. Kalla þetta plötu. Aðeins einn ókostur með öllu þessu nýja efni er sá að hafa þarf stækkunargler eða gleraugu til að lesa upplýsingar er með fylgja, en aukaatriði auðvitað. Samt sem áður er álagning enn of mikil á tónlistina á Íslandi. Stundum fer markaðurinn offari eins og í safnplötugeiranum; hvernig er mögulegt að gefa út safnplötu með Neil Young, Tom Waits eða Dylan?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home