Bloggfærslur
eru kannski ein leið sjálfshjálpar, en í dag er sjálfshjálp orðin hálfgerð klisja, klisja á tímum útlitsdýrkunar og neyslu. Ekki verður útlitið étið. Urriðinn er góður, ágætur ofan við gamla skrifborðið, það lítur út fyrir að hann hafi alla tíð þar verið eins og Ingólfur Arnarson á Arnarhóli allt frá barnæsku. Urriðinn leiðir hugann að vatnsniðnum (vatnsniðinum má víst einnig rita í þgf.), árniðnum sem er svo víða á Íslandi þar sem enn renna ár og vötn hreyfast. Slíkur niður gefur ró eða rósemi hugans, nokkuð sem er ókeypis. Það að ganga meðfram fljóti eða vatni sem gefur nið, það er nokkuð sem mæla má með. Halur hefir verið að velta því fyrir sér að taka upp vatnshljóð eða árnið við ákveðna staði þar sem hann best til þekkir; staðir þar sem nægilegt er að hlusta en ekki horfa nema þegar svo háttar til. Nú er hins vegar tími til kominn að hátta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home