Urrrrr-ið-inn heim!
Handritin heim, hver man eigi eftir deginum, en þá voru á stundum fréttir fréttanna vegna. Einstaka sinnum hefur Halur beðið eftir einhverju sérstöku. Svo var með urriða nokkurn er dreginn var á land í sumar; hann var hjá uppstopparanum eins og sagt er á slæmri íslensku (hamskeri var víst einhvers staðar í æsku það heiti sem var opinbert ef Halur man rétt). Hann ólst upp við íslenkuáráttu og er ekki alveg laus við hana enn þann dag í dag. Urrrr-ið-inn er sem sagt kominn heim í Vinaminni og hefur farið á efri og neðri hæðina sem og útí garðinn þar sem haustlitir mæta fólki. Hann hefur ekki minnkað, þykkur og mikill. Halur vissi að erfitt yrði að ná gulu slikjunni en þetta er sem sagt ágætt; eins og sagt var í Íslandsklukkunni (sem sagt gott þar). Nú er hann kominn á ágætan stað ofan við gamla skrifborðið með rennihurðinni, þar sem allar veiði- og hnýtingagræjurnar eru í kjallaranum. Gott verður að líta á hann í vetur milli fjaðra á fingrum og þegar hjóli er brugðið úr skúffu. Halur segir sem sagt velkominn heim urrrriðinn minn.
4 Comments:
Ég staðfesti það sem Halur flytur, að Urrrrr-ið-inn en hinn glæsilegasti á að líta þrátt, fyrir gulslikjuskort. Fallegur og feitur eins og eigandinn.
Hvort heldur sem um er að ræða hvíta eða gula svínið eða fisk þá heldur, þá veit sá er á heldur feitum maga, að það er ekkert grín að vera svín.
Halur "Hætta" sem þakkar fyrir ótrúlega gott komment þar sem hann taldi síðuna dauða eins og urrrrrr-ið-annnnnn.
Ég ætla að vona að bleikjan í Vinaminni muni áfram njóta einhverrar athygli veiðimannsins þó urriðinn góði sé kominn í hús.
Bleikjan verður enn um sinn á sínum stað þegar hún syndir um ganga Vinaminnis (í þessu eru engin öfugmæli)!
HH
Skrifa ummæli
<< Home