föstudagur, mars 28, 2008

Ágætar

fréttir af klakanum milli þess sem hrærigrautur svartsýnis og myrkurs grúfir yfir "íslenska undrinu" eru nauðsynlegar. Bob kemur í maí. Það er ekki til neins að deila um smekk, en hann er lifandi goðsögn að mörgu leiti og aldurinn farið vel með'ann; frétti í gær af tónleikum sem einn kunningi í Skagafirði fór á í Danaveldi f. 1-2 árum; bjóst ekki við neinu af gamla manninum en fullt stuð í 2 klukkustundir hið minnsta. Ekkert annað en skyldumæting, enda reddaði "eini vinur Hals" miða. Hafi hann þakkir ágætar fyrir en í staðinn verður það lagt á hann að fylgja Hali suður eftir. Bob hljómar undir skrifum þessum. För í Skagafjörð í vikunni hressti Hal mjög að sumu leiti þar eð hann hitti að minnsta kosti einn órigínal bónda úr Húnaþingi sem m.a. notaði orðið "allavega" á sama gamla hátt og Halur gerir, það er sjaldan að Halur verði vitni að slíku og öðru eins. Hann var með heimasmíðaðan staf, gerðan úr járnstöng og þungur mjög, hálfgerður atgeir. Halur spurði hvort ekki mætti lemja eitt og annað með stafnum og bóndi svaraði að nýlega hefði hundshelvítið verið með mink í kjaftinum en eigi við ráðið. Tók hann þá stafinn og lamdi með einu höggi í hel minkinn og sagði: "Þolir ekki mikið þótt grimmt væri" og undir það síðasta þegar Halur var að nótera hjá sér: "Mikið skal skrifað um skoffínið". Svo mörg voru þau orð en gott hefði verið að ræða við bónda a.m.k. (í dag segja flestir allavega í staðinn) í 2 klukkustundir; eigi var tími til þessa þá stundina, því miður. En Bob kemur.

3 Comments:

At 1:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég má til með að minnast uppruna Zimmerman. Hann fæddist í n-Minnesota, flutti fyrst tónlistina sína í Duluth og svo í Dinkytown á horninu á fjórða og fjórtánda, þar sem eitt sinn var apótek en er nú skemmtilegur veitingastaður. Dinkytown er "bær" Minnesotaháskóla. Gaman fyrir þig að komast á tónleika með kallinum. kf

 
At 11:59 f.h., Blogger Halur Húfubólguson said...

Þakka upplýsingarnar, ég hefi lítið kynnt mér söguna á bak við manninn, góð viðbót, en hefur þú farið á tónleika með kalli? Kannski ekki "þinn smekkur" og þá er það annar tónn!
HH

 
At 2:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

því miður hef ég aldrei farið a tónleika með honum og er það ekki vegna skorts á áhuga. Þetta er alveg mín tónlist. Hann hélt tónleika fyrir nokkrum árum síðan í Rochester MN en þá var ég á Íslandi, því er nú ver. kf

 

Skrifa ummæli

<< Home