fimmtudagur, mars 20, 2008

Ekki næst alltaf

betri árangur með því að eyða minni tíma í einhvern ákveðinn hlut eða starf, verkefni eða hvað eina sem hver og einn vill nefna. Halur hefir lengi verið þeirrar skoðunar að mikið af því sem gert er, megi gera öðruvísi, á annan hátt, sérstaklega þó hraðar, á skjótvirkari hátt. Stundum tekst það, stundum ekki. Mýmörg dæmi má nefna eins og fundasetur, fundastjórn (-leysi), drepa mann lifandi með illa undirbúnum, óþörfum fundi, margmennum fundi, drepa með löngu erindi, fyrirlestri (efnið löngu tæmt), mörg er sú vitleysan og misjöfn. Halur hefir þjálfað sig í mörgum verkum á þann hátt að þau má gera betur en samt hraðar, en áður. Lítið dæmi er tími sá er hann eyðir eða notar til leikfimiæfinga, hlaupaæfinga, styrktaræfinga og álíka. Hann hefir það vel skráð að árangurinn hefir aðeins aukist, batnað, þrátt fyrir að skemmri tíma sé varið til þjálfunar. Sem sagt gamla skynsemin að nýta þann tíma sem aflögu er eins vel og kostur er. Loks koma upp atvik þar sem eyða skal lengri tíma en ella til að njóta; það er allt önnur saga.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home