fimmtudagur, mars 20, 2008

Stundum næst

betri árangur með því að eyða lengri tíma í eitthvað; besta dæmið sem upp í hugann kemur er auðvitað kaffilögun. Eftir að Halur fór að drekka eingöngu kaffi sem hann malar sjálfur í eigin malara og þjappar hæfilega áður en kaffið er sett í handfangið sem aftur er sett undir sturtuhausinn, þá hafa opnast nýjar víddir. Ókosturinn reyndar sá að hann drekkur ekki eða varla kaffi annars staðar en heima; iðulega gerir hann ráðstafanir (aðeins ýkt) til að laumast í einn bolla milli annarra verka eða áætlana. Loks er það sjálft kaffið, en allir eiga sína uppáhaldstegund. Leitinni er löngu lokið hjá Hali; hann drekkur aðeins og hefir gert á þriðja ár kaffi frá Ítalíu, kaffi frá Caffe Ottolina og hann mælir sérstaklega með kaffi þaðan, það er einstakt, unnið eftir ítölsku aðferðinni. Og fæst meira að segja á Akureyri! Að drekka bolla af heimalöguðu espressó er ekki ólíkt því að hafa landað (og síðan sleppt) sterkum urriða á litla flugustöng; það er ekki stærðin, aðeins gæðin er máli skipta.

4 Comments:

At 2:10 e.h., Blogger Guðný Pálína said...

Halur er þvílíkur snillingur í kaffiuppáhellingum að Frú Halína pantar oft kaffi latté hjá honum, hún sem drekkur eiginlega ekki kaffi :-)

 
At 10:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég get staðfest ofangreint comment, kaffið er gott og félagsskapurinn ekki síðri. KMT

 
At 9:31 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

þegar mig langar í gott kaffi verður mér hugsað til Hals. Ætla að prófa leyndardóminn og leita að ottolína kaffi sunnan heiða. sá það einhverntímann í búð fyrir sérvitra kaffiaðdáendur á grettisgötunni.
ra

 
At 7:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Eftir að hafa prófað þetta forláta Ottólína kaffi í eldhúsinu í Vinaminni fyrir ekki svo löngu síðan þá pantaði ég herlegheitin á netinu og fékk sent heim til MN. Það kom c.a. viku seinna og þá frá Ítalíu, í gegnum Honk Kong á leið til USA. Það var þess virði, því þetta er voðalega gott kaffi! kf

 

Skrifa ummæli

<< Home