föstudagur, apríl 04, 2008

Sumt er algengt

verður eða telst, verður á stundum "verðlaust" í eiginlegri merkingu og þá í hróplegri mótsögn við óskir eigenda. Einu sinni var fínt að eiga útlenska bjórdós, jafnvel kókdós. Á Íslandi hefir hönnunaræðið gefið Hali tilefni til slíkra vangaveltna; einnig kaup á bensín- eða díselfákum. Það að aka framhjá Arnarnesinu og sjá fúnkíshús með tveimur reinsróverum svörtum utan dyra (kannski þeir séu einnig í stofunni) er svipað og sturta niður úr salerninu og þá sama hvort harðlífi eða skita sé þar á ferð. Svipað og verra eru nýju íslensku "skurðstofueldhúsin", jú, Halur nefnir þau nafni því þar sem þau minna á skurðstofu að flestu leiti og í leiðinni dauð hönnun, dautt fyrirbæri. Þó ef væri ekki nema ein sveigja, þá litu sum hver skár út. Hvað þá rispa eða ójafna. Ekki batnar það þegar sömu "inn"-húsgögnin eru alls staðar nema hvað!? Sjálfsagt sígild sum hver á sinn hátt en þola ekki meir. Það er hins vegar til einskis að deila um smekk.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home