þriðjudagur, ágúst 14, 2007

Margt

má læra af frændum eða nágrönnum hverjir sem þeir nú eru þrátt fyrir allt; margt heldur margur halur sig kunna. Altalað er hversu mikil mengun er víða í Rússlandi hinu forna, slíkt stendur í blöðum og sumt af því er sannarlega rétt, það hefir Halur sjálfur séð í ferðum austur þangað, þ.e.a.s. á Kólaskagann. Hitt má og skal einnig fram koma að sóðaskapur er víða mikill hér á landi "tærleikans". Skítur það skökku við að sjá sígarettustubba víða ásamt bjórdósum við margar ár á Íslandi sem og gönguleiðir, bílastæði, sums staðar betra en annars staðar eins og alltaf. Það kom því skemmtilega á óvart í síðustu ferðinni á Kóla að sjá hversu þrifnir Rússarnir voru, feðgarnir þrír; nóg reyktu þeir synirnir og alls staðar en gerðu hins vegar hitt að safna stubbum í lítil vindlabox, dömuvindlabox. Tóku stubbana með sér en skildu eigi eftir. Þetta mættu margir sér til fyrirmyndar taka. Fyrir utan gömul skriðdrekaspor voru engin merki um eitt né neitt sem minnti á mengun eða ferðir manna. Þetta voru svona fréttir af manni sem er þekktastur fyrir að kenna öðrum en hvað gerir hann sjálfur!? Dauðablogg.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home