mánudagur, desember 31, 2007

Ekki

alveg dauður, mætti segja síðasta dag ársins þar sem klisjurnar eru enn og aftur að ganga af manni dauðum. Maður ársins verður sá nefndur sem bætir og "glæðir" líf annarra. Og þá sitt eigið í flestum tilfellum. Þegar hlaupið er yfir árið á hlaupabretti líkamsræktarstöðvarinnar á Eyrinni, verður mismikil bjartsýni á vegi manns; þrátt fyrir margar mínútur af myndefni frá Pakistan eftir dauða stjórnmálakonu þar í landi, bregður manni í brún þar sem vart hefur mátt sjá nema kannski 2 eða 3 konur meðal hinna mörgu þúsunda sem birst hafa. Það minnir aftur á lítilsvirðingu kvenna og margra annarra meðal vor. Síðan furða margir sig á því að heimurinn skuli lítt batna. Halur horfir hins vegar bjartsýnisaugum til næsta árs,  árs nýrra könnunarferða og verka margra af nýjum toga, sem  leitt geta hann til enn betri tíma. Frelsi og virðing fyrir öllu sem bætir lífið verður haft að leiðarljósi á næsta ári og Halur þarf eins og oftast að minna sig á báða þættina. Ef ekkert er gert, þá gerist ekkert. Áfram með smjerið. 

5 Comments:

At 2:44 e.h., Blogger ærir said...

takk fyrir annálinn mér sendum um þessi jól. hann var að þvi leiti betri þetta árið en í fyrra að letrið var heldur stærra og því auðveldara fyrir menn með aldurstengda sjónhningnun að stauta sig í gegnum efnið á milli hláturskviða og var þá brosað í gegnum tárinn. þökk fyrir gömlu árin.
ra

 
At 11:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég þakka líka fyrir annálinn. Það er enn sama serímónían í kringum lesturinn, ég sit formlega við borð og gjarnan með kaffibolla en verð að fara varlega í val á brauðmeti því hlæ svo mikið að tárin streyma. kata

 
At 12:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hinn veiklundaði Halur má vart við slíkum þökkum, en veit að þær eru byggðar á góðum grunni og þakkar því hjartanlega fyrir fögur orð.

 
At 10:45 f.h., Blogger ærir said...

Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

 
At 10:46 f.h., Blogger ærir said...

Dauður ekki alveg enn,
er hér von á bögu?
Skrifar annál skemmtir senn
skráir Halur sögu!
kv
Ra

 

Skrifa ummæli

<< Home