Hvað eru
jólin annað en hefðir, venjur og vinskapur? Gott, ágætt. Samt ágætt að minna á malt og appelsín, laufabrauð og mat eftir venju eða smekk, sem sagt endurtekning er mörgu ræður. Síðan er það tónlistin og þar jú best að sleppa klisjukenndum þýðingum á amerískum jólalögum eða tilraunum sem raunakenndar eru allar; okkur nægja íslensku sveinarnir. Hali finnst þó rétt að gera undantekningu með "What a wonderful world" með Armstrong, það má kalla það jólalag, einnig Shane MacGowan blessaður sem samdi "Fairytale of New York" (með Jem Finer 1987) og er alltaf jafn gott; Sissel á sinn sess hjá sumum (öllum í Vinaminni) og Halur kætist alltaf er hann heyrir Jussi Björling syngja "O helga natt" þar sem áreynsluleysið ríkir og tæknin er algjör, enginn rembingur þar. Þessi skrif aðeins áminning um að njóta þess er máli skiptir fyrir hvern og einn, og þá mega aðrir fylgja með.
3 Comments:
Það er ekki á neinn hallað þó fullyrt sé að Halur hefur bjargað jólunum í Vinaminni (á meðan húsfreyjan var vant við látin í verslunarrekstri sínum). Þökk sé honum.
Þetta átti að vera "að Halur hafi bjargað jólunum" ... ekki "hefur" ... GPS
Alf Prøysen og öll hans jólalög eru ómissandi hvort sem er í flutningi Sissel eða Skruk eða annar góðra norskra kóra. Ég er eins og þú, á erfitt með að hlusta á illa flutt jólalög þýdd úr amerískunni, en sumir eru þó mun betri en aðrir í jólalögunum. kata
Skrifa ummæli
<< Home