mánudagur, desember 10, 2007

Led

Zeppelin dagurinn er í dag; kannski ekkert sem máli skiptir fyrir marga eða flesta, en samt sem áður merkilegur dagur þar sem hrein snilld er þar á ferð innan geirans. Nokkur Zeppelinlög spiluð undanfarið og beðið um að lækka í græjunum, sem náttúrulega er ekki hægt eða erfitt. Zeppelin þarf að spila hátt. Það er skemmtilegra að horfa á gömlu albúmin hjá þeim en auglýsingarnar í blöðunum um það sem þarf að kaupa fyrir jólin, hvað þá auglýst námskeið í heilbrigðisstjórnun eða myndir sem þar fylgja, þegar vægi eða gildi einstakra starfsmanna fer aðeins minnkandi en ekki öfugt. "Allir" kvarta undan því að ráða engu um starf sitt! Kraftleysi kerfisins er í hróplegri mótsögn við kraft rokksins. 

1 Comments:

At 10:18 f.h., Blogger ærir said...

Alltof sjalda er hér ritað
ekkert nýtt að frétta

hver vill botna?

 

Skrifa ummæli

<< Home