Tungumálið
er skemmtilegt mál, viðfangsefni. Sérlega ýmis samsett orð, einnig venjur varðandi eignarfallsendingar, allir þekkja slíkt mætavel. Ætíð ánægja samfara því að sjá eða heyra orðið ástarpungur yfir bakkelsi af ódýrari tegundinni (nema ef keypt skyldi í bakaríi á Íslandi). Skiptingar orða sem samsett eru gefa marga möguleika á skilningi jafnt sem misskilningi. Lítum t.d. á orðin "heimsendir" og "heimsenda". Í útvarpi mátti heyra "munið heim-senda atkvæðaseðla" eða voru það "heims-enda atkvæðaseðlar"? Átti að greiða atkvæði með heim-sendum seðlum ellegar um heims-enda? Raunveruleiki og skáldskapur ruglar iðulega reitum, ekki síst á Íslandi. Heimsendaspá vofir yfir landinu ef mið er tekið af lestri opinberra gangna. Sjálfsagt er það engin nýlunda.
3 Comments:
Já, orð eru svo skemmtileg að þessu leyti, hvernig merking þeirra breytist, allt eftir því hvar áherslan liggur. Enda lenti maður stundum í því í Noregi til að byrja með að fólk skildi mann ekki því áherslan í orðinu var á röngum stað þó orðið sem slíkt væri rétt og notað í réttu samhengi.
Það er rétt, spaugilegu hliðarnar geta orðið margar. Annars var ég að velta fyrir mér hvort það væri ekki upplagt á tímum stóriðju og mengunar að hafa svona heims-enda kosningu. Hvernig ætli hún færi,ef allir hefðu atkvæðarétt??
KMT
Sennilega illa, það er alltof mikil svartsýni í heiminum, auðvitað er ástandið bágt víða en lágmarkskrafa að standa í báða jafnlanga meðan til staðar eru. Hins vegar eru það gömul sannindi (og ný) að meirihlutinn hefur "alltaf rangt fyrir sér" (eftir á að hyggja eða hvað?)!
HH.
Skrifa ummæli
<< Home