laugardagur, apríl 26, 2008

"Gulli betri"

-já, Gulli betri eða hugsanlega gulli betri. Hitti Gulla síðdegis í fermingarveislu, þeirri fyrstu sem Halur hefir í farið árum saman, já hann Gulli er ekkert blávatn. Einhverjir kannski farnir að þreytast á honum en hann er með hluta gömlu snilligáfunnar innan borðs, sem sagt ljóðmælin, frásagnargáfuna; það var þegar talað mál eða ritað var það sem miklu (mestu) skipti. Hann bað auðvitað að heilsa Guðjóni bróður, sem minnti hann á það er hann sjálfur mundi ekki eða gleymdi (og það gat verið margt). Það sagði Hali maður fyrir nokkru sögur af Gulla áður en hann veiktist; hann var ekki venjulegur maður. Ennfremur góðmennskan uppmáluð. "Gleðstu yfir góðum degi, gleymdu því sem miður fer" var eitt af því sem Halur mundi rétt af því sem hann fór með síðdegis; höfundur hinn gleymdi Heiðrekur frá Sandi; mann þann sá Halur á sínum tíma norðan heiða eins og nokkra aðra frá Sandi síðar. Gulli hefir að manni sýnist farið eftir einhverjum álíka linum í lífinu. Hann Gulli frá Hraukbæ er sko enginn venjulegur maður og orðinn 75 ára síðan í fyrra. Hann ætlaði að skrifa bóndanum í Bjarmalandi nokkrar línur.

4 Comments:

At 9:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já Gulli er sko alger perla.
KMT

 
At 2:05 e.h., Blogger ærir said...

gott að vita að Halur fer enn út á meðal fólks. Var farinn að hafa áhyggjur því hve lítið sést til hans í rafheimi.

 
At 4:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig voru tónleikarnir? kf

 
At 5:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Er ekki einu sinni afmælisblogg, varð ekki Halur 25 ára um daginn ?? Segi svona, trúi ekki öðru en að hann hafi fengið fjöldann allann af áskorunum um að blogga ;-)

 

Skrifa ummæli

<< Home