fimmtudagur, ágúst 09, 2007

Ævintýrin

eru oft nærri en maður heldur. Lengi hafði Halur haft hug á því að ganga að eða nálægt Hraunsvatni í Öxnadal, og þá frá Hrauni enda talsverður andlegur skyldleiki við Jónas Hallgrímsson (nú mega allir brosa). Svo fór að húsfreyjan rak Hal af stað einn góðviðrisdag um hina hörmulega ömurlegu verslunarmannahelgi (sama hvort maður telji sig með eða á móti 18 ára aldurshópi) og sem sagt frá Hrauni. Leið þessi verður að flokkast með þeim fegurstu og skemmtilegustu sem Halur hefir skroppið á tveimur mis-jafnfljótum og það ekki lengri en 2,6 km. Nálægðin við skáldið og náttúrufræðinginn greinileg (ímyndun Hals!) og sérlega er Hraundrangi stóð næstur en hann var látinn bíða sökum tímaleysis. Mikilvægt að komast eða fara sem næst honum. "Þar sem háir hólar......" eru og ekki oft sem Halur gengur á ljóðum eða kveðskap. Þeir munu hafa myndast þegar fjallið fyrir ofan Hraun féll fram þannig að eftir stóðu Hraundrangarnir. Þetta var tóm dýrð og endaði síðan í matardýrð að Hálsi á Halastjörnunni þar sem stúlkur reiddu fram ágætis kvöldverð og vatn drukkið með. Leiðin sú frá vatni að Hálsi er ekki nema hálfdrættingur á við hina efri frá Hrauni. Það er áreiðanlegt svar. Þarna er ágætt að nota göngustafi sökum hallans og mismunandi jarðvegs.

Ævintýri á gönguför.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home