sunnudagur, desember 02, 2007

Ertu drukkinn?

Hefurðu verið að drekka? Ertu að koma eða fara? Eftir þrýsting hefir Halur ákveðið að skrifa fáeinar línur til að létta á spennu margra, skrifa texta sem er "ekkert". Ég þakka biskupnum fyrir hvatningu og Birni Bjarnasyni. Þá næst er það gleðin, enda þeim báðum nærri. Hún er mikilvægust alls auk heilsunnar, góðrar heilsu, ágætrar ef því er að skipta. Landsbyggðarpakk eins og Halur hefir bak við tjöldin reynt að gleðjast og gleðja aðra; hann er að undirbúa myndefni sem leikið verður af honum - gleðiefni. Beta-útgáfa er í skápnum, kannski kemst hún út úr skápnum með hjálp biskupsins. Halur skorar á alla um leið og hann reynir að þrauka áfram í leit að gleðinni, að gleðjast. Gleðjast í starfi, ánægðir og glaðir starfsmenn eru mikilvægari en monní; gleði í leik og starfi. Tónlistarmenn sýnast eiga auðvelt með að gleðjast, t.d. Mugison á tónleikum nýverið. Gleði og smá tregi á milli í hverjum hljómslætti. Gleðitár.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home