sunnudagur, mars 02, 2008

Opnast

nú brátt nýr heimur, heimur geisladiskasafnsins, sem taka skal hendinni í vegna breytinga í innra rými Vinaminnis; mörg hljóðkorn munu þar leynast og gleðja næstu daga og vikur. Það er nefnilega svo að nálgun tónlistarefnis á hörðu formi (vínýll eða CD) hér á Akureyri er svona eins og fyrir basilíkumelskandi mann/kokk að notast við þurrkað í stað fersks; það vantar bókstaflega allt sem máli skiptir, sérlega ferskleikann, annað en það sem "vinsældra nýtur á klakanum". Auðvitað bjargar netið Hali, en tilfinningin gamla að að fara í búð og kaupa plötu er ævilöng gleði eða eign. Svipað er að horfa á snjóinn í Fjallinu, en ekki getað rennt sér á skíðum þar sem hann er! Komast í snertingu við efnið, snjóinn, basilíkum eða annað, upplifa hlutinn sem sagt. Enda er lífið of stutt fyrir lélega og leiðinlega tónlist. Hvað þá þegar mónóblokkirnar eru skrúfaðar upp; þá er gaman. Hvernig skyldu þær hljóma með vínýlnum?

2 Comments:

At 9:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Eitthvað að frétta af vínýl málum, velkominn á fætur Halur
KMT

 
At 9:45 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

- er í athugun í rólegheitumn eins og annað!
HH

 

Skrifa ummæli

<< Home