mánudagur, júlí 30, 2007

Haldið var

í skottúr suður yfir heiðar til að feira 10x5 ára afmæli bróður í Grafarvogi; allir skemmtu sér ágætlega sýndist Hali og meira að segja rigndi í borginni, veðrið var eins og það var einu sinni (venjulega). Það má kalla það annars konar skyndibita, þ.e. þegar eknir eru tæpir 800 km á 35 klst. tímabili, komið við í afmæli og biti settur á disk, það er annars konar skyndibiti sem og ekkert á skylt við hinn venjulega. Skyndilega fékk maður mat í gogginn, því skyndibiti. Síðan var skundað af stað, þó ekki alveg í skyndi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home